Glæsiballið 2016

19/2/2016

  • Glæsiballið 2016
  • Glæsiballið 2016
  • Glæsiballið 2016
  • Glæsiballið 2016

Glæsiballið var haldið fimmtudagskvöldið 18. febrúar.  Glæsiballið er árshátíð Nemendafélags Borgarholtsskóla og er alltaf haldið að loknum skóhlífadögum.
Að þessu sinni var ballið á Spot í Kópavogi og var þemað James Bond. Staðurinn var glæsilega skreyttur í anda áðurnefndrar hetju.
Veislustjóri var Aron Mola. 
Maturinn var mjög góður en í forrétt var skógarsveppasúpa með rjómarönd.  Steikarhlaðborð var í aðalrétt en á boðstólnum var laxa-rósir með sólseljusósu, valhnetuhjúpaður lax, villikryddað og glóðarsteikt lambalæri og gljáðar kjúklingabringur.  Í eftirrétt var svo frönsk súkkulaðiterta með rjómatopp ásamt ferskum og marineruðum berjum.

Hljómsveitin Buff spilaði svo fyrir dansi til kl. 1:00.

Glæsiballið tókst mjög vel og var stjórn Nemendafélagsins til sóma.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Spot en fleiri myndir má sjá á facebook síðu skólans .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira