Gjöf í Ásusjóð
Í dag fékk Borgarholtsskóli góðan gest. Sigrún Benediktsdóttir kom í heimsókn til að afhenda eina milljón króna í Menningarsjóð sérnámsbrautar skólans, eða Ásusjóð. Sjóðinn stofnaði dóttir Sigrúnar, Ása Björk Gísladóttir árið 2006, en hún er fyrrum nemandi af sérnámsbraut skólans.
Sjóðnum er ætlað að styrkja nemendur á brautinni til ferða á ýmsa menningarviðburði.