Gjöf frá Stillingu hf.

22/3/2019 Bíliðngreinar

  • Frá afhendingu gjafar frá Stillingu hf.
  • Ársæll Guðmundsson tekur á móti gjöfinni úr hendi Júlíusar Bjarnasonar
  • Frá afhendingu gjafar frá Stillingu hf.
  • Frá afhendingu gjafar frá Stillingu hf.
  • Frá afhendingu gjafar frá Stillingu hf.
  • Frá afhendingu gjafar frá Stillingu hf.

Stilling hf afhenti Borgarholtsskóla og nemendum í bifvélavirkjun gjafir að verðmæti um 6 milljónir króna. Gjafirnar samanstanda af háþróaðri bilanagreiningartölvu frá G-Scan og áskriftum nemenda að HaynesPro viðhalds- og upplýsingakerfi fyrir bíla. Tók Ársæll Guðmundsson skólameistari á móti gjöfinni fyrir hönd skólans úr hendi Júlíusar Bjarnasonar frá Stillingu

G-Scan er öflug greiningartölva fyrir asíska, evrópska og bandaríska bíla. Tölvan mun nýtast nemendum og kennurum vel enda þægileg í notkun, hraðvirk og stjórnuarviðmót einfalt. G- Scan 2 les út bilunarkóða úr stjórntölvum bifreiða og gefur bifvélvirkja upplýsingar um bilanir í rafrásum eða búnaði tengdum stjórntölvu. Með G-Scan 2 er hægt að endurkóða lykla, endurstilla vélartölvu, búnað og skynjara en ásamt því getur G-Scan 2 kóðað ýmsar stjórnborðseiningar.

HaynesPro upplýsingakerfið gerir bifvélavirkjum kleift að greina vandamál, sinna viðhaldi og gera við nútímaökutæki, hvort sem um er að ræða fólksbíla, létt atvinnuökutæki, vörubíla eða flutningabíla. Framsetning gagnanna er fjölbreytileg og greinargóð. Gögnin eru sett fram með einföldu og auðskiljanlegu viðmóti.

Þessar gjafir koma í góðar þarfir í kennslunni og voru nemendur áhugasamir um að hefjast handa við að læra á bilanagreiningartölvuna og nýta sér HaynesPro.

Stillingu hf eru færðar þakkir fyrir raunsarlega gjöf.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira