Gjöf frá Sindra

10/1/2023 Bíliðngreinar

  • Afhending ljósastillingatækisins

Bíliðngreinabrautir Borgarholtsskóla fékk á dögunum Kraftwerk ljósstillingatæki  frá Sindra. Ljósastillingatækið er af bestu gerð, uppfyllir nýjustu kröfur og staðla og mælir nýjustu gerð ljósa, lögun, styrkleika þeirra og geisla, þar með talið díóðuljós og LED. Tækið er hægt að nota fyrir flestallar gerðir fólks-, sendi- og vörubíla. 

Sigurður Kristinsson, starfsmaður Sindra, afhenti Marín Björk Jónasdóttur, sviðstjóra iðn- og starfsnáms, og Sigurjóni Geirssyni Arnarssyni, deildarstjóra bíliðngreina, tækið í bílaskála skólans föstudaginn 6. janúar.

Sindra er þakkað kærlega fyrir veglega gjöf.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira