Gjöf frá Málningarvörum ehf.

8/2/2019 Bíliðngreinar

  • Marín Björk Jónasdóttir sviðsstjóri tekur á móti gjöfinni.

Síðastliðið haust festi skólinn kaup á Car-O-Liner réttingabekk. Af því tilefni færðu starfsmenn hjá Málningarvörum ehf skólanum Car-O-Liner hátækni 3D mælitæki að gjöf. Gjöfin var afhent formlega þriðudaginn 5. febrúar.

Framlagið kemur sér mjög vel og mun auka auka enn frekar á fagmennsku í kennslu í bifreiðasmíði. Bifreiðasmíði er sú grein á bíltæknibrautum sem hefur þróast hvað örast og hafa verklagsreglur við að smíða og rétta bíla breyst mikið á fáeinum árum. Bifreiðasmíði stefnir í að vera fyrst og fremst að hátækni iðngrein og því er mikilvægt að hafa ný og góð tæki til að vinna með og til að geta kennt réttu vinnubrögðin. Til að svo megi verða er samstarf við hin ýmsu fyrirtæki, sem eru tilbúin að leggja skólanum lið, mjög mikilvægt.

Málningarvörum ehf eru færðar þakkir fyrir gjöfina.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira