Gjöf til bíliðngreinadeildar frá Gastec

19/2/2021 Bíliðngreinar

  • Gjöf frá Gastec

Bíliðngreinadeild Borgarholtsskóla barst á dögunum vegleg gjöf frá Gastec þegar fyrirtækið gaf deildinni stóran pakka af sandpappír. Gastec gaf gjöfina í tilefni af tuttugu ára afmæli fyrirtækisins en fyrirtækið þjónar málmiðnaðinum og öðrum atvinnugreinum með gastæki, rafsuðuvélar, plasmaskurðarvélar, slípivörur, öryggisvörur og annan fylgibúnað. 
Gastec er þakkað kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem mun koma að góðum notum í kennslu bíliðngreina. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira