Gestur frá Rotterdam

1/4/2022 Erlent samstarf

  • Anton og Martin

Á dögunum fékk Borgarholtsskóli heimsókn frá Hollandi. Borgó hefur verið í samvinnu við nokkra skóla í landinu undanfarin ár og heitir nýjasti skólinn í þeirri samvinnu Zadkine og er í Rotterdam.

Skólinn, sem hefur ríflega 20.000 nemendur á um 180 námsbrautum, er virkur í erlendu samstarfi, en það var yfirstjórnandi þeirra mála, Martin Huizinga, sem kom í heimsókn. Í maí mun Anton Már, aðstoðarskólameistari, heimsækja skólann í Rotterdam til að styrkja enn frekar grunninn að samstarfi Borgarholtsskóla og Zadkine.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira