Gestkvæmt í Borgó
Síðustu daga hefur verið mjög gestkvæmt í Borgó, en þrír erlendir nemendahópar hafa komið í heimsókn. Erlendu nemendurnir fengu tækifæri til að kynnast íslenskum nemendum og sitja með þeim í tímum.Hópur nemenda og starfsmanna kom frá Valencia á Spáni. Í skólalok mun hópur starfsmanna fara héðan út og kynna sér skóla þar. Kristveig Halldórsdóttir verkefnastjóri erlendra samskipta tók á móti hópnum.
Nemendahópur og kennarar komu frá Danmörku. Inga Jóhannsdóttir kennari í dönsku tók á móti hópnum og mun á næstu dögum fara með nemendur úr Borgarholtsskóla til Danmerkur.
Eva Leplat Sigurðsson kennari í frönsku tók á móti stórum hópi nemenda og kennara frá Frakklandi.
Slíkar heimsóknir eru kærkomnar í Borgarholtsskóla og hafa allir þessir erlendu nemendur sett skemmtilegan svip á skólabraginn í Borgarholtsskóla síðustu daga.