Geðlestin í heimsókn

16/9/2022

  • Emmsjé Gauti
  • Guðný Guðmundsdóttir sagði reynslusögu úr eigin lífi
  • Geðlestin

Geðlestin kom í Borgarholtsskóla fimmtudaginn 15. september og stóðu fyrir viðburði hér í hádegishléi nemenda. Geðlestin var kynnt og einn einstaklingur sagði sína reynslusögu af eigin geðrækt. Einnig var minnt á hjálparsímann 1717 og þjónustu Rauða krossins og Píetasamtakanna.  Að síðustu tróð Emmsjé Gauti upp við mikinn fögnuð viðstaddra.

Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Þessi fræðsla miðar að því að hvetja ungt fólk til geðræktar og að leita sér aðstoðar þegar að tekist er á við erfið verkefni í lífinu.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira