Fyrirlestrar um næringu og uppskriftahefti
Miðvikudaginn 27. október voru flutt fræðsluerindi um næringu í Borgarholtsskóla.
Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri afrekssviðs, kynnti tilboð sem stendur nemendum til boða og fór yfir nokkrar ástæður þess að ungt fólk ætti að temja sér góðar matarvenjur.
Sveinn
Birna Varðardóttir, doktorsnemi í næringarfræði, flutti erindi um næringu fyrir afreksfólk. Afrekssvið Borgarholtsskóla hefur verið í samstarfi við Birnu, sem hefur aðstoðað við kennslu í næringarfræði á afrekssviði.
Birna
Í kaupbæti við þessa fróðlegu fyrirlestra hefur Birna sett saman uppskriftahefti sem er tilvalið að nýta sér í næringar-nóvember.