Fyrirlestur frá Samtökunum '78

30/4/2021

  • Hinsegin fáni

Mánudaginn 26. apríl hélt Tótla Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökunum '78, tvo fyrirlestra sem báru heitið Hinsegin 101. 

Fyrirlestrarnir voru haldnir á Zoom og voru þeir í boði foreldraráðs Borgarholtsskóla. Fyrri fyrirlesturinn var í hádeginu og var ætlaður nemendum en sá seinni var kl 17:00 og var ætlaður foreldrum og starfsfólki skólans.

Tótla fór yfir það helsta sem tengist hinseginleikanum og að vera trans. Hvað er að vera kynsegin? Hversu mörg kyn eru eiginlega til? Af hverju eru til svona margar skilgreiningar? Á fyrirlestrinum fyrir foreldra var staða trans ungmenna einnig skoðuð, kynleiðréttingarferlið, helsti orðaforði og orðanotkun.

Fyrirlestrarnir voru virkilega fróðlegir og Tótlu og Samtökunum '78 er þakkað kærlega fyrir.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira