Fyrirlestrar í boði foreldrafélags Borgarholtsskóla

24/11/2020

  • Anna og Bergsveinn

Foreldrafélagi Borgarholtsskóla, líkt og starfsfólki skólans, er annt um heilsu og vellíðan nemenda á þessum undarlegu tímum. Þess vegna ætlar foreldrafélag skólans að bjóða upp á tvo fyrirlestra, annan fyrir nemendur og hinn fyrir foreldra. 

Fyrir nemendur er um að ræða fyrirlestur frá Bergsveini Ólafssyni en hann gaf nýlega út bókina Tíu skref - í átt að innihaldsríku lífi. Bergsveinn er fyrirlesari með MSc í sálfræði og fyrrverandi knattspyrnumaður. Í fyrirlestrinum tengir Bergsveinn eitt skref bókarinnar við aðstæðurnar sem við stöndum frammi fyrir í dag. Markmið fyrirlestursins er að gefa nemendum tækifæri á því að takast á við krefjandi aðstæður í lífinu með því að axla þá ábyrgð sem þau geta. Fyrirlesturinn á að veita nemendum hvatningu til að takast á við krefjandi verkefni með þrautsegju og hugrekki. Tengillinn á fyrirlesturinn verður sendur til nemenda á fimmtudagsmorgun. Fyrirlesturinn verður aðgengilegur þegar nemendum hentar. 

Fyrir foreldra er svo fyrirlestur í beinni útsendingu á Zoom kl. 17:00 fimmtudaginn 26. nóvember. Þar er Anna Steinsen hjá Kvan fyrirlesari og fjallar hún um gleði og þrautsegju nemenda og foreldra á krefjandi tímum. Anna Steinsen starfar sem fyrirlesari, jógakennari, þjálfari á námskeiðum og stjórnenda- og heilsumarkþjálfi. Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00.

Við hvetjum bæði nemendur og foreldra/forráðamenn að nýta sér þessa frábæru fyrirlestra og fylgjast með á fimmtudaginn. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira