Framhaldsskólahermir í annað sinn
Nemendur úr 10. bekk Rimaskóla voru gestir okkar í dag. Tilgangur heimsóknar þeirra var að veita krökkunum tækifæri til að upplifa einn dag í framhaldsskóla og gera þannig yfirfærsluna frá grunn- í framhaldsskóla þægilegri. Fengu gestirnir tækifæri til að sitja tíma í tveimur fögum að eigin vali en eftir hádegi tók við tími í lífsleikni. Verður ekki annað sagt en að nemendur BHS og Rimaskóla hafi blandast ágætlega saman þrátt fyrir einhvern aldurs- og þroskamun. Viljum við Borghyltingar þakka gestum okkar og kennurum þeirra kærlega fyrir komuna og hlökkum við til að taka á móti þeim sem kjósa að sækja um nám hjá okkur fyrir haustið.
Þetta er í annað sinn sem nemendur Rimaskóla koma í framhaldsskólaherminn. Standa vonir til þess að á næsta ári verði hægt að bjóða fleiri nemendum úr skólum hverfisins í herminn.
Fleiri myndir á www.facebook.com/Borgarholtsskoli