Framhaldsskólahermir

3/4/2019

  • Nemendur komnir í fyrirlestrarsalinn
  • Nemendur komnir í fyrirlestrarsalinn
  • Eldri nemendur spjalla við gestina í lífsleikni
  • Eldri nemendur spjalla við gestina í lífsleikni
  • Eldri nemendur spjalla við gestina í lífsleikni
  • Beðið eftir pylsunum
  • Boðið var upp á pylsur frá Bæjarins bestu

Þriðjudaginn 2. apríl komu um 80 nemendur 10. bekkja í Rimaskóla og Kelduskóla-Vík ásamt kennurum og námsráðgjöfum til þess að taka þátt í hinum svokallaða framhaldsskólahermi.

Tekið var á móti nemendum í fyrirlestrarsal skólans þar sem þeim var skipt í hópa fyrir lífsleiknitímann sem beið þeirra. Nemendur völdu auk þess tvær kennslustundir aðrar til að sitja í. Að lokum fengu krakkarnir stutta kynningu frá Nemendafélaginu um félagslífið og var boðið upp á pyslu frá Bæjarins bestu.

Þetta er í fjórða sinn sem nemendum úr 10. bekk er boðið í heimsókn í Borgarholtsskóla til að upplifa einn dag í framhaldsskóla.

Tilgangurinn með framhaldsskólaherminum er tvíþættur. Annars vegar er honum ætlað að verða grunnur að samtali milli starfsfólks skólastiganna sem taka þátt og hins vegar að auðvelda nemendum yfirfærsluna milli skólastiga þegar þar að kemur.

Starfsfólk Borgarholtsskóla þakkar starfsfólki grunnskólanna fyrir ánægjulegt samstarf og nemendum eru færðar þakkir fyrir komuna.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira