Framhaldsskólahermir

25/4/2018

  • Framhaldsskólahermir í apríl 2018
  • Framhaldsskólahermir í apríl 2018
  • Framhaldsskólahermir í apríl 2018
  • Framhaldsskólahermir í apríl 2018
  • Framhaldsskólahermir í apríl 2018

Þriðjudaginn 24. apríl heimsóttu nemendur úr Rimaskóla og Kelduskóla-Vík Borgarholtsskóla og fengu að prófa að vera framhaldsskólanemar í einn dag. Gestirnir fengu tækifæri til að sitja í tímum að eigin vali og lífsleikni.

Þetta er í þriðja sinn sem nemendum úr 10. bekk er boðið í heimsókn í Borgarholtsskóla til að upplifa einn dag í framhaldsskóla.

Tilgangur framhaldsskólahermis er að kynna skólann fyrir nemendum grunnskóla og gera þannig skiptin úr grunnskóla í framhaldsskóla þægilegri.

Nemendum Rimaskóla og Kelduskóla - Vík er þakkað fyrir komuna og verður vel tekið á móti þeim sem kjósa að hefja nám í Borgó í haust.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira