Frambjóðendur í heimsókn

18/10/2017

  • Frambjóðendur í heimsókn
  • Frambjóðendur í heimsókn
  • Frambjóðendur í heimsókn
  • Frambjóðendur í heimsókn
  • Frambjóðendur í heimsókn
  • Frambjóðendur í heimsókn
  • Frambjóðendur í heimsókn
  • Frambjóðendur í heimsókn
  • Frambjóðendur í heimsókn

Í tilefni alþingiskosninga sem fram fara þann 28. október næstkomandi var haldinn fundur miðvikudaginn 18. október með frambjóðendum í Borgarholtsskóla. Átta flokkar áttu fulltrúa á fundinum. Í upphafi var frambjóðendum boðið að kynna sig, sinn stjórnmálaflokk og helstu stefnumál. Í kjölfarið gafst fundarmönnum svo tækifæri til að spyrja frambjóðendurna nánar út í hugyndir þeirra og hugsjónir.

Fundurinn var afar vel sóttur og sköpuðust skemmtilegar og kraftmiklar umræður. Höfðu nemendur t.d. áhuga á að vita hver sýn flokkanna væri á ríkis- eða einkarekstur heilbrigðiskerfisins og hversu langan tíma fulltrúarnir héldu að tæki að koma tilteknum kosningaloforðum til framkvæmda. Að lokum gafst öllum frambjóðendum kostur á að svara eftirfarandi lykilspurningu sem kom frá nemanda: Hvernig getum við treyst ykkur?

Færri komust að en vildu í fundarsal skólans en fundinum var streymt á facebook og varpað upp á tjald í matsal. Því gátu allir sem vildu fylgst með umræðunni.

Halldór Jörgensson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir komu fyrir hönd Bjartrar framtíðar, Hjördís Heiða fyrir flokk fólksins, Andrés Ingi Jónsson fyrir Vinstri græn, Þorvaldur Þorvaldsson fyrir Alþýðufylkinguna, Jón Steindór fyrir Viðreisn, Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir Pírata, Birgir Örn Guðjónsson og Björn Ívar Björnsson fyrir Framsóknarflokkinn og Hildur Sverrisdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Unnur Gísladóttir, fagstýra í lífsleikni og nýsköpun, sá um skipulagningu og fundarstjórn og fær hún þakkir fyrir.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira