Fræðslufundur fyrir foreldra

19/9/2016

  • Anna Guðrún Steinsen

Í haust er stefnan sett á að styðja enn betur við foreldrastarfið og verða því tveir fundir í vetur. Sá fyrri er 5. október og sá síðari er 9. nóvember.

Á fyrri fundinum verður fyrirlestur frá Önnu Guðrúnu Steinsen, markþjálfa, sem ber heitið „Vertu framúrskarandi!“.

Fundurinn verður miðvikudaginn 5. október  klukkan 17:30 í stofu 108 ( stofa á fyrstu hæð).

Hér er lýsing á fyrirlestrinum:

Vertu framúrskarandi!

Ungt fólk í dag er að takast á við mikinn hraða og áreiti. Stanslaust dynja á þeim skilaboð um hvernig þau eiga að vera, hvað þau eiga að gera, hvernig þau eiga að haga sér. Ofan á það eru þau að skila verkefnum í skólanum, fara í próf, mörg hver að vinna, sinna fjölskyldunni og áhugamáli, og gera þetta ofurvel, ná miklum árangri því samfélagið ýtir undir þá sem ná árangri. Þetta skapar heilmikið álag og ýtir undir streitu og kvíða ungs fólks. Skilaboðin sem dynja á þeim eru gerðu það hraðar, meiri árangur, betra, vertu sérstakur, farðu extra mile, vertu framúrskarandi! Ekki hjálpa samfélagsmiðlarnir til að ýta undir samanburð. Kvíði og streita er ekki eitthvað sem við viljum að unga fólkið okkar fari með út í lífið.

Nemendur Borgarholtsskóla fá einnig fyrirlestur hjá Önnu Guðrúnu á skólatíma í september og október. Þetta er gert til að brúa bilið milli skóla og heimilis og skapa þannig umræðugrundvöll.

Allir foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma á fundinn og hjálpa til að gera góðan skóla betri!

Meðfylgjandi mynd er af tekin af vef Dale Carnegie á Íslandi.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira