Sópa - sortera - staðla

6/9/2018

 • Eftir LEAN námskeið
 • Fyrir LEAN námskeið
 • Eftir LEAN námskeið
 • Fyrir LEAN námskeið
 • Eftir LEAN námskeið
 • Fyrir LEAN námskeið
 • Eftir LEAN námskeið
 • Fyrir LEAN námskeið
 • Eftir LEAN námskeið
 • Eftir LEAN námskeið
 • Eftir LEAN námskeið

Starfsfólk á bíltæknibrautum fór á LEAN (straumlínustjórnun) námskeið í vor og síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar til batnaðar á verkstæðunum í bílahúsi.

LEAN snýst um stöðugar umbætur á vinnusvæði og gengur út á að auka virði og eyða sóun, eða með öðrum orðum skipulegga umhverfið sitt þannig að það sé snyrtilegt, skipulagt og auðvelt að ganga um það. Sópa Sortera Staðla má segja að sé þemað í LEAN hugsun. Hver staður á sitt pláss og ruslasöfnun er liðin tíð.

LEAN-hugsun er strax komin í ljós og sést á meðfylgjandi myndum hvernig nokkur vinnusvæði í bílum hafa verið tekin í gegn. Margir kennarar hafa unnið markvisst að því að endurskipuleggja umhverfið. Þeir sem kenndu verkstæðisfræði á haustönn voru samtaka í að kynna þetta skipulag fyrir nemendum sem tóku fullan þátt í að skipuleggja og ákveða hvernig verkstæðin eiga að vera, og hafa sett upp ýmsar leiðbeiningar og skipulagt svæði. 
Flestir kennarar hafa markvisst verið að koma nemendum sínum inn í þessi vinnubrögð og gefið sér smá stund í upphafi og lok kennslu til að efla nemendur í að temja sér LEAN hugsun.

Á haustdögum fóru svo starfsmenn í málm- og véltæknigreinum á LEAN námskeið og þar eru menn byrjaðir að hugsa um hvaða svæði má bæta og hvernig eigi að gera það. Það verður gaman að fylgjast með þegar gengið verður í þau mál. 

Bæði bílgreinar og málm- og véltæknigreinar hjá Iðunni fræðslusetri veittu styrk til að halda þessi námskeið fyrir starfsfólk brautanna og er þeim þakkað fyrir það. Einnig er Guðmundi hjá LEAN ráðgjöf þakkað fyrir að miðla þessari frábæru tækni til skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira