Frábær árangur á Íslandsmóti

22/2/2017

  • Bergrún Ósk, Þórey Ísafold og Gabríella Oddrún íþróttamót febrúar 2017
  • Sandra Sif Gunnarsdóttir íþróttamót febrúar 2017

Fjórir nemendur úr Borgarholtsskóla tóku þátt í Íslandmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fór helgina 18.-19. febrúar í Laugardal.

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir nemandi af sérnámsbraut varð fimmfaldur Íslandsmeistari en hún sigraði í 60 m hlaupi, 200 m hlaupi, 400 m hlaupi, 800 m hlaupi og kúluvarpi og lenti að auki í 2. sæti í langstökki. Auk þess setti hún Íslandsmet í 800 m hlaupi.

Þórey Ísafold Magnúsdóttir nemandi af sérnámsbraut varð í 3. sæti í 60 m hlaupi og í 2. sæti í 400 m hlaupi.

Gabríella Oddrún Oddsdóttir nemandi af sérnámsbraut varð í 2. sæti í 60 m hlaupi, 200 m hlaupi og langstökki.

Sandra Sif Gunnarsdóttir nemandi af félags- og hugvísindabraut varð Íslandsmeistari í 60 m hlaupi og kúluvarpi. Auk þessi setti hún Íslandsmet í 60 m hlaupi.

Meðfylgjandi mynd af Söndru er fengin af facebooksíðu Íþróttasambands fatlaðra.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira