Forseti Íslands heimsækir Borgarholtsskóla

17/2/2021

  • Guðni heimsækir sérnámsbraut
  • Forsetinn heimsækir málmskála
  • Guðni situr enskutíma
  • Guðni í matsal starfsfólks
  • Guðni í leiklist
  • Guðni í matsal nemenda
  • Guðni í tíma í nýsköpun

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, kom í heimsókn í Borgarholtsskóla  þann 16. febrúar síðastliðinn. Guðni óskaði eftir því að fá að koma í heimsókn og kynnast starfsemi skólans. Að vonum var forsetanum tekið fagnandi en hann fór um skólann og ræddi við nemendur og starfsfólk og kynntist nokkrum af þeim fjölbreyttu námsleiðum sem í boði eru hér í Borgó.

Forsetinn fór víða og leit meðal annars við í tímum í ensku, nýsköpun, á sérnámsbraut, í leiklist og í suðutíma í málmskálanum. Hann hafði orð á því hversu ánægjulegt væri að sjá svo fjölbreytta flóru fólks í skólanum og talaði um að mikilvægt væri að auka vægi verknáms í íslensku menntakerfi.

Guðna er þakkað kærlega fyrir komuna og þann hlýhug sem hann hefur sýnt nemendum og kennurum Borgarholtsskóla eftir atvikið í janúar.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira