Forritunarkeppni framhaldsskólanna

30/4/2021 Bóknám

  • Daníel Steinn og Jóhann Bjarni

Laugardaginn 24. apríl fór forritunarkeppni framhaldsskólanna fram. Keppnin er á vegum Háskólans í Reykjavík og fer fram á hverju vori í húsnæði HR en að þessu sinni var ekki hægt að halda hana þar vegna samkomutakmarkana.

Brugðið var því á það ráð að útbúa aðstöðu í tölvustofu í skólanum. Eitt tveggja manna lið keppti fyrir hönd Borgarholtsskóla en keppnin fólst í að leysa mismunandi verkefni sem reyna á rökhugsun og forritunarfærni. Í liðinu voru þeir Jóhann Bjarni Þrastarson og Daníel Steinn Davíðsson en Valdimar Hjaltason, kennari í forritun, var liðsstjóri. Þeir höfðu aldrei keppt áður og renndu því blint í sjóinn og án nokkurra annarra markmiða en að njóta keppninnar.

Verkefnin voru virkilega krefjandi en þeim félögum tókst þó að leysa fjölda þeirra og enduðu í 8. sæti af 36 liðum. Liðsmönnum og liðsstjóra fannst þetta mjög skemmtilegt og eru strax farnir að huga að næstu keppni.

Liðinu er óskað til hamingju með frábæran árangur í sinni fyrstu keppni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira