Formlegt samstarf
Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur ehf. og afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla eru komin í formlegt samstarf um þjónustu sem stöðin og sviðið ætla að veita nemendum skólans.
Þetta mun bæta þjónustuna fyrir sviðið. Það er gott að hafa aðgengi að stöð eins og Styrk sem er vel staðsett og útbúin ásamt því að vera með tvo af þjálfurum afrekssviðs innanborðs. Þetta gerir allt samstarf skilvirkt og einfalt og munu nemendur afrekssviðs BHS njóta þess að hafa aðgengi að tímum samdægurs, en það er mikilvægt fyrir íþróttamenn að fá góða meðhöndlun strax.