Foreldum boðið til spjalls við stjórnendur

30/11/2020

  • Stjornendur-sitja-fyrir-svorum

Nú í lok nóvember var foreldrum og forráðamönnum nemenda í Borgarholtsskóla boðið til fundar við stjórnendur skólans. Fundurinn var vel sóttur en hann fór fram í gegnum Zoom. Spurningar forráðamanna snerust eðlilega mikið um Covid-19 ástandið og viðbrögð skólans við því. Einnig var spurt um málefni einstakra brauta og um skólastarfið almennt. Stjórnendum gafst færi á að skýra þau sjónarmið sem legið hafa að baki þeim fjölmörgu erfiðu ákvörðunum sem þeir hafa þurft að taka frá því faraldurinn skall á með fullum þunga í marsmánuði síðastliðnum. Var greinilegt á fundinum að foreldrar og forráðamenn hafa töluverðar áhyggjur af þróun mála og framkvæmd næstu annar. Þónokkrir kváðu sér hljóðs og vildu hrósa stjórnendum skólans, kennurum og öðru starfsfólki fyrir að hafa haldið vel utan um skólastarfið þrátt fyrir vandræðaástandið sem veiran hefur valdið.

Það voru þau Ársæll Guðmundsson, skólameistari, Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, aðstoðarskólameistari, Magnea Hansdóttir, fjármálastjóri og Anton Már Gylfason, áfangastjóri, sem sátu fyrir svörum af hálfu skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira