Foreldraráð gefur áfengismæli

3/5/2016

  • Foreldraráð færir skólanum áfengismæli

Sveinn Ingvarsson, formaður foreldraráðs, kom færandi hendi í hádeginu í gær og afhenti skólanum áfengismæli. Hér er um forláta grip að ræða frá Nortek sem kostar á annað hundrað þúsund krónur. Mælirinn á eftir að koma að góðum notum á böllum nemendafélagsins. Hingað til höfum við fengið lánaða mæla hjá öðrum framhaldsskólum.

Hrós vikunnar fær foreldraráðið!


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira