Tékklandsferð bíliðngreina

18/5/2022 Bíliðngreinar Erlent samstarf

  • Nemendur skoða skólann
  • Heimsókn í tékkneskan skóla.
  • Nemendur skoða skólann
  • Kennarar með íslenska og tékkneska fánann.
  • Nemdendur og kennarar

Nemendur og kennarar úr bíliðngreinum fóru á dögunum í ferð til Bruntál sem er um 90 þúsund manna bæjarfélag í norðaustanverðu í Tékklandi. Þar skoðuðu þeir tékkneskan skóla og fengu kynningu á hinum ýmsu verkefnum sem unnið er að við skólann. Íslensku nemendurnir voru með kynningu á Borgarholtsskóla og Íslandi fyrir tékkneska nemendur og kennara. 

Frábært veður var í Tékklandi og heimsóknin var virkilega vel heppnuð. Bílasöfn og bílaverksmiðja voru skoðuð auk þess sem nemendur og kennarar fengu að kynnast matarmenningu þjóðarinnar. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira