Evrópuverkefnið InSTEM
Tveir kennarar, Jóhanna Eggertsdóttir og Magnús Hlynur Haraldsson, fóru ásamt tveimur nemendum, Maríu Evu Eyjólfsdóttur og Tönju Líf Davíðsdóttur, til Lúxemborgar í skólaheimsókn. Nemendurnir voru að vinna í verkefni InSTEM, sem er evrópuverkefni sem skólinn er þátttakandi í ásamt Litháen, Tyrklandi, Ítalíu og Lúxembourg. Verkefnið fjallar um hvernig auka má aðsókn nemenda í raungreinar og störf tengd þeim.
María og Tanja unnu að tölfræðiverkefni ásamt nemendum frá þessum löndum, en áður höfðu allir lagt fyrir könnun í sínum skóla og unnu að úrvinnslu úr henni saman. Auk þess kynntust þær raungreinakennslu í skólanum.