Evrópskir gestir í heimsókn
Miðvikudaginn 26. október komu fulltrúar frá 9 Evrópulöndum til að skoða Borgarholtsskóla.Þessi heimsókn var í tenglsum við ráðstefnu um þróun sérkennslu, en Borgarholtsskóli var sérstakur samstarfsaðili fyrir Íslands hönd í Evrópusamstarfi í þróun sérkennslu.
Evrópumiðstöð fyrir þróun í sérkennslu, „ The European Agency for Development in Special Needs Education “, er sjálfstæð stofnun sem menntamálaráðuneyti þátttökuþjóða standa að. Aðalmarkmið miðstöðvarinnar er að vinna að auknum gæðum og endurbótum í sérkennslumálum og skapa öflugt samstarf á Evrópugrundvelli á þessu sviði. Skrifstofur samtakanna eru tvær, önnur er staðsett í Danmörku og hin er í Belgíu.
Bryndís Sigurjónsdóttir fyrrverandi skólameistari og fulltrúi Íslands í samstarfinu og Hrönn Harðardóttir kennslustjóri framhaldsskóla- og sérnámsbrautar tóku á mótu gestunum.