Evrópski tungumáladagurinn

1/10/2021 Bóknám

  • Tungumálatré
  • Lauf á tungumálatré

Evrópski tungumáladagurinn var haldinn í tuttugasta skiptið þann 26.september. Í Evrópu eru töluð rúmlega 200 tungumál en meira en helmingur Evrópubúa er tvítyngdur. Flestir tala rússnesku, þýsku, frönsku og svo ensku sem fyrsta mál.

Hér í Borgarholtsskóla er hægt að læra fjögur erlend tungumál. Í tilefni af þessum degi tóku kennarar erlendra tungumála sig saman um að „laufga tungumálatré“ með mislitum laufblöðum sem nemendur höfðu skreytt alls kyns skemmtilegum málsháttum og öðrum skondnum setningum. Á þýsku má finna t.d „Du gehst mir auf den Keks“, á frönsku „C‘est simple comme bonjour“, á dönsku „Et sprog er ikke nok“ og á ensku „Still waters run deep“.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira