Esjuganga

17/9/2018

  • Esjuganga 7. september 2018
  • Esjuganga 7. september 2018
  • Esjuganga 7. september 2018
  • Esjuganga 7. september 2018
  • Esjuganga 7. september 2018
  • Esjuganga 7. september 2018
  • Esjuganga 7. september 2018

Föstudaginn 7. september var boðið upp á Esjugöngu í íþróttum. Nemendur gátu mætt í þessa göngu og fengið fyrir 6 mætingar í íþróttum.

Fjallgangan hefur marga ávinninga. Hreyfingin er kröftug og útiveran hressir og kætir,  auk þess sem samveran eflir vináttu og náungakærleika.

Veðrið var ágætt og var vindurinn göngufólki hagstæður upp að Steini en nokkuð mikill mótvindur á leið niður.

Krakkarnir stóðu sig með prýði og voru íþróttakennararnir Halla Karen Kristjánsdóttir og Inga Lára Þórisdóttir ánægðar með hvernig til tókst.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira