Erlent samstarf

10/9/2019

  • Jón Svanur Jóhannsson verkefnastjóri skólahluta Erasmus+, Kristinn Arnar Guðjónsson,  Sigurborg Jónsdóttir, Helga Kristrún Hjálmarsdóttir og Ágúst Hjörtur Ingþórsson forstöðumaður Erasmus+

Erlent samstarf blómstrar í Borgarholtsskóla og verður mikið um að vera í tengslum við það næstu annirnar.

Bóknám

Nýlega hlaut skólinn styrk upp á 22.384 evrur til  úthlutunar fyrir kennara í bóknámi og starfsfólk á tímabilinu 2019-2021. Alls verður því hægt að ráðstafa 10 styrkjum til starfskynninga og 11 styrkjum til námskeiða næstu árin.

Verknám

Búið er að fullnýta þá styrki sem voru til ráðstöfunar fyrir verknám þetta árið en í boði eru ferðir fyrir níu nemendur og munu sviðsstjóri iðn- og starfsnáms ásamt kennurum hvetja nemendur til að sækja um. Verið er að undirbúa nýja umsókn fyrir árin 2020-2022.

Samstarfsverkefni

Skólinn hlaut styrki til þriggja samstarfsverkefna. Eitt þessara verkefna var að frumkvæði Borgarholtsskóla og stjórnandi þess kemur úr röðum skólans en í hinum tveimur er skólinn þátttakandi.

Verkefni í listnámi hlaut 60.530 evrur til 36 mánaða verkefnis sem nefnist Creation Active! Helga Kristrún Hjálmarsdóttir er verkefnisstjóri verkefnisins. Umsóknin hlaut 86 stig af 100 mögulegum. Unnið verður með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem listnemendur gera ýmis konar verk sem tengjast heimsmarkmiðunum. Þátttökulöndin eru: Spánn, Ítalía, Þýskaland, Ungverjaland, Króatía og Ísland.

Verkefni í raungreinum hlaut styrk upp á 30.530 evrur til 24 mánaða vegna verkefnis sem nefnist SAVE WATER, SAVE LIFE! Verkefnisstjóri er Kristinn Arnar Guðjónsson en Ítalía stýrir verkefninu. Þátttökulöndin eru: Ítalía, Ísland, Portúgal, Spánn og Grikkland.

Verkefni í tungumálum, nánar tiltekið í þýsku, sem nefnist Water, treasure of nature hlaut styrk upp á 15.696 evrur til eins árs. Verkefnisstjóri er Sigurborg Jónsdóttir. Ungverjaland stýrir verkefninu en þátttökulöndin eru Ísland og Ungverjaland.

Heimsóknir

Skólinn er oft fullur af erlendum gestum sem eru að kynna sér það starf sem hér er unnið.

Föstudaginn 6. september kom kennari frá Porto í Portúgal og verður hann hér í viku í starfskynningu.

Þriðjudaginn 10. september komu sex kennarar frá Hollandi til að kynna sér starfsemi skólans og möguleika á samstarfi í framtíðinni.

Mánudaginn 16. september kemur kennari frá Finnlandi og verður hann í viku í starfskynningu á listnámsbrautinni.

Dagana 17. - 20. september verða hér þrettán erlendir kennarar í tengslum við samstarfsverkefnið Creation Active! Verkefnið þessa daga verður að skipuleggja og hefja þetta stóra samstarfsverkefni.

Ferðir kennara og nemenda

Bílgreinakennararnir Sigurjón Geirsson Arnarson og Björgvin Guðleifsson ríða á vaðið í upphafi þessa skólaárs og fara í ferðalag til Norður-Spánar til að kynna sér framhaldsskóla þar ásamt tveimur nemendum í bílamálun. Nemendurnir dvelja í einn mánuð.

Kristveig Halldórsdóttir og Sigurborg Jónsdóttir fara til Varsjá í Póllandi að vinna í samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Verkefnið tengist þeim kennaranemum sem eru í Borgarholtsskóla og kennslu í framhaldsskólum. Verkefnið nefnist The Unteachable.

Erasmus+


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira