Erlendir gestir í heimsókn
Í dag 13. september 2016 komu í heimsókn í Borgarholtsskóla stór hópur erlendra gesta. Þetta voru gestir frá ýmsum löndum ásamt þremur fulltrúum úr Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestirnir eru staddir hér á landi í tengslum við stofnfund The Atlantic Rim Collaboratory ( ARC ). Meginstef fundarins er velferð, heilbrigði, jafnrétti, margbreytileiki, lýðræði og mannréttindi fyrir alla nemendur.
Hópurinn óskaði eftir að heimsækja einn grunnskóla og einn framhaldsskóla og varð Borgarholtsskóli fyrir valinu.
Ársæll Guðmundsson skólameistari tók á móti hópnum í fyrirlestrarsal skólans og bauð alla velkomna. Anton Már Gylfason kennslustjóri sagði frá bóknámi skólans og Marín Björk Jónasdóttir kennari og fagstjóri sagði frá námi á þjónustubrautum. Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari skipti svo gestunum í fjóra hópa og leiddu leiðsögumenn hópana um skólann þar sem kennslustjórar tóku á móti og sögðu frá.
Heimsóknin
tókst mjög vel og voru gestirnir ánægðir. Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag
og sýna þær móttökurnar sem gestirnir fengu og þá skemmtilegu samræðu sem
skapaðist á milli starfsmanna, nemenda og gesta.