Erla sigurvegari í söngkeppninni

8/2/2019

  • Erla sigurvegari í söngkeppni Borgarholtsskóla 2019

Fimmtudagskvöldið 7. febrúar fór fram söngkeppni Borgarholtsskóla. Söngkeppnin fór fram í Hlöðunni en hún er undankeppni söngkeppni framhaldsskólanna.

Erla Guðmundsdóttir bar sigur úr býtum með lagið Don't you rembember (Adele), í öðru sæti var Rannveig Sól og í þriðja sæti var Verónika Rós. Stefán fékk sviðsverðlaunin en hann blandaði söng og leiklist saman með afskaplega skemmtilegum hætti í atriði sínu.

Alls voru 9 atriði en 8 keppendur tóku þátt. María Ósk steig á stokk með félaga sínum Árna Dag, ein með gítarinn sinn og sem meðleikari á gítar. Aðrir keppendur voru Katrín Inga, Steinþór, Veronika Rós, Birta María, Rannveig Sól, Erla og Stefán Kári.

Dómnefndina skipuðu Guðbjörg söngkennari í Borgó, Þráinn í Skálmöld og hljómsveitarstjóri nemenda í Borgó og Þórunn María kennari í Borgó og söngnemi.

Það er óhætt að segja að í Borgarholtsskóla séu hæfileikaríkir nemendur, dómnefndin átti í töluverðum erfiðleikum með að velja þrjú efstu sætin og sviðsverðlaunin, en þau síðarnefndu fólust í sviðsframkomu og frumlegheitum.  Vert er að taka fram að smá bilun átti sér stað með hljóðkerfið og þurftu keppendur að syngja án þess að nýta sér það. Ekki var að sjá stress á meðal keppenda og á meðal áhorfenda var dauðaþögn á meðan atriðin voru flutt og ekki heyrðist píp í símtæki eða öðru, sem er virðingavert og sýnir hvað unga fólkið okkar í Borgarholtsskóla er flott.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira