Enskar smásögur verðlaunaðar
Fimmtudaginn 28. nóvember veitti enskudeild Borgarholtsskóla sex nemendum viðurkenningu fyrir smásögur á ensku sem þeir sendu inn í undankeppni Smásagnasamkeppni FEKÍ (Félags enskukennara á Íslandi). Allir enskukennarar skólans voru í dómnefndinni sem hafði úr vöndu að ráða því að alls bárust 47 sögur í keppnina, hver annarri betri. Þema keppninnar í ár var JOY.
Eftirfarandi sögur og nemendur urðu hlutskarpastir í keppninni:
Peculiar Thing – Elva Sehar Samúelsdóttir Gill
Unquenched Anima – Arnþór Árni Logason
I & He, Joy & Harm – Jón Andri Ingólfsson
Numbers – Lazar Dragojlovic
Joy – Camilla Hjördís Samúelsdóttir
Yellow and Purple – Ísold Vala Þorsteinsdóttir
Verðlaunahafarnir voru leystir út með klassískum enskum bókmenntum, viðurkenningarskjali og konfekti frá enskudeildinni. Kennarar enskudeildar Borgarholtsskóla vilja þakka öllum þeim nemendum sem tóku þátt og vonast eftir enn betri þátttöku á næsta ári.