Edda Björg í fréttabréfi PASCH

11/5/2018

  • Fréttabréf PASCH verkefnisins.

Á vegum PASCH verkefnisins í þýsku er gefið út fréttabréf sem fjallar um ýmislegt sem tengist því sem er efst á baugi. Markmiðið er að tengja það þýsku og fá sýn nemenda. Þema maíblaðsins er „heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2018 og fótbolti í mínu landi“.

Nokkrir þýskunemendur í Borgó tóku þátt og svöruðu ýmsum spurningum tengdum fótbolta, m.a. áttu nemendur að segja frá hvernig þeir tengjast fótbolta, senda inn mynd af sér í búningi og giska á hverjir myndu vinna keppnina. Þátttakendur voru frá rúmlega 30 löndum og völdu ritstjórar blaðsins eitt framlag frá hverju landi. Edda Björg Eiríksdóttir er fulltrúi Borgarholtsskóla að þessu sinni. Hún æfir og spilar með Val og hefur ákveðnar skoðanir á því hver vinnur.

Meðfylgjandi mynd er fengin af vef PASCH verkefnisins.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira