Drift bíllinn að vera tilbúinn
Síðustu vikurnar hefur staðið yfir mikil vinna
við Jagúarbíl sem skólanum áskotnaðist í
byrjun árs. Stefnan er að taka þátt í Drift
keppni í sumar. Ekki er þó vitað hvort það næst
að taka þátt í öllu Íslandsmótinu þar sem enn
er verið að ljúka vinnu við hann og fara yfir
öryggisbúnað, en að því loknu hefjast æfingar
og keppni fyrir hönd skólans.
Þeir sem hafa unnið í bílnum eru nemendur og kennarar í bílamálun, bifreiðasmíði og bifvélavirkjun og þeir sem keppa fyrir hönd skólans verða nemendur úr bíl- og málmitæknigreinum, bæði sem ökumenn og þjónustulið við bílinn sem þarf að halda honum gangandi og gera við hann ef þörf krefur.
Einnig fer fram mikil vinna við rallycrossbíl sem er verið að undirbúa fyrir keppni og er það samstarfsverkefni milli bíla- og málmtæknideilda skólans.