Dreifnám á félagsvirkni- og uppeldissviði

6/12/2021 Félagsvirkni– og uppeldissvið

  • Nemandi útskýrir gerð kertastjaka og pakkaskrauts
  • Nemendur í dönsku
  • Jólakrans í skapandi störf
  • Nemendur njóta kræsinga í dönsku
  • Kræsingar á boðstólnum í dönsku
  • Nemandi útskýrir pappírsgerð

Síðasta dreifnámslota annarinnar fór fram í Borgarholtsskóla um helgina.  Margir nemendur voru um helgina að skila af sér lokaverkefnum eða síðustu verkefnum fyrir annarlok. Í dönsku hjá Ingu Jóhannsdóttur voru nemendur að eiga notalega jólastund saman með kakó og piparkökum. Nemendur í skapandi störfum hjá Guðmundu Guðjónsdóttur voru að kynna lokaverkefni sín en þar voru mörg spennandi og fjölbreytt verkefni.

Dreifnám á félagsvirkni- og uppeldissviði er hugsað fyrir þá sem hafa starfsreynslu á þessu sviði og vilja stunda nám samhliða vinnu. Það fer að mestu fram í gegnum tölvu en á hverri önn eru kenndar þrjár staðlotur í skólanum sem standa frá föstudegi til laugardags. Hægt er að velja um fjórar námsleiðir í dreifnámi á félagsvirkni- og uppeldssviði; stuðningsfulltrúar í skólum, félagsliðar, leikskólaliðar og viðbótarnám leikskólaliða.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira