Dimmisjón
Föstudaginn 7. maí fögnuðu tilvonandi útskriftarnemar Borgarholtsskóla því að skólagöngu þeirra hér við skólann muni brátt ljúka.
Vegna sóttvarnarráðstafana gátu útskriftarnemar ekki fagnað innanhúss en brugðið var á það ráð að halda dimmisjón hátíð í Hljómskálagarðinum. Dimmitantar höfðu heppnina með sér því það viðraði einstaklega vel til útiveru þennan föstudaginn. Útskriftarnemum var boðið upp á morgunverð, Skemmtigarðurinn sá um laser-tag og ratleikur var skipulagður um miðbæinn.
Útskriftarnemar tóku sig einnig til og hengdu upp hjörtu hjá bláu sófunum (kennarastofa) en á hjörtunum má finna nöfn starfsfólks og nokkur orð um þau frá nemendum.