Dimmisjón
Föstudaginn 6. maí fögnuðu væntanlegir útskriftarnemar í Borgarholtsskóla.
Nemendum var boðið upp á morgunmat ásamt starfsfólki skólans. Nemendur buðu starfsfólki upp á köku til að þakka fyrir samveruna en að því loknu fluttu útskriftarnemar kveðju til starfsfólks í formi söngs.
Ferðinni er svo heitið í miðbæ Reykjavíkur þar sem farið verður í ratleik. Í kvöld munu tilvonandi útskriftarnemar hittast og fara saman út að borða.