Daníel Smári hlaðinn verðlaunagripum

11/2/2020 Sérnámsbraut

  • Daníel Smári Hafþórsson

Daníel Smári Hafþórsson, nemandi á sérnámsbraut, keppti í sundi á Malmö Open 2020 sem haldið var dagana 6.-9. febrúar s.l.

Daníel keppti í baksundi, bringusundi, flugsundi og sundi með frjálsri aðferð (freestyle). Hann gerði góða ferð til Svíþjóðar því hann kom heim með hvorki meira né minna en sex verðlaunagripi.

Malmö Open er alþjóðlegt íþróttamót fatlaðra og er það haldið á hverju ári. Að þessu sinni voru þátttakendur um það bil tvö þúsund frá 23 löndum.

Daníel Smára er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira