Dagur íslenskrar tungu

16/11/2021 Bóknám

  • Nemendurnir Bjartmar Þór Unnarsson og Jón Arnar Halldórsson ásamt kennurum Guðrúnu Guðjónsdóttur og Ásdísi Kristinsdóttur
  • Eydís Blöndal ljóðskáld les úr bókum sínum
  • Nemendur njóta upplestrar á ljóðum
  • Ásdís og Guðrún hlusta með athygli á upplestur

Degi íslenskrar tungu, sem er þann 16. nóvember, var fagnað með samkomu í Menningarhúsinu í Spöng.

Verðlaun voru veitt fyrir frumsamda smásögu á íslensku. Fyrstu, önnur og þriðju verðlaun hlutu þau Bjartmar Þór Unnarsson, Elín Björt Einarsdóttir og Jón Arnar Halldórsson.

Eydís Blöndal ljóðskáld las úr verkum sínum og ræddi við nemendur um það hvernig þau urðu til. Nemendur voru forvitnir um reynsluna sem verkin lýsa og hispurslausa tjáningu þeirra.

Viðstaddir voru í færra lagi vegna fjöldatakmarkana en stemningin var góð.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira