Dagbjartur semur við Missouri háskóla

7/12/2020 Afrekið

  • Dagbjartur semur við Missouri

Dagbjartur Sigurbrandsson, nemandi á afreksbraut Borgarholtsskóla, samdi á dögunum við Missouri háskóla þar sem hann mun spila golf með liði þeirra, Mizzou mens golf. Dagbjartur hefur verið einn besti kylfingur landins undanfarin ár og gat valið úr um þrjátíu skólum í Bandaríkjunum sem höfðu haft samband við hann.

Hann heimsótti Missouri háskólann í Missouri fylki í febrúar á þessu ári og leist vel á skólann. Missouri háskólinn er stór skóli með fjölbreytt námsúrval. Dabjartur á eftir að velja sér námsleið en býst þó við því að það verði á viðskiptasviði. Dagbjartur mun spila með 1. deild Mizzou sem er í SEC deildinni (e. Southestern conference) sem er með þeim sterkustu í Bandaríkjunum. Aðstaða í skólanum er til fyrirmyndar og mikið er gert fyrir íþróttalið skólans sem keppa í fjölmörgum íþróttagreinum.

Dagbjartur stefnir á útskrift í vor og mun þá hefja nám við Missouri háskólann um haustið 2021. Við óskum Dagbjarti innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með afrekum hans í framtíðinni.  


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira