CreActive! heimsókn til Los Cristianos

2/5/2022 Erlent samstarf Listnám

  • Unnið að verkefnum
  • Kynning verkefna
  • Þátttakendur í Creactive
  • Tónlistarverkefni
  • Hópurinn allur
  • Kennarar taka á móti viðurkenningum

Hópur frá Borgarholtsskóla dvaldi á Los Cristianos á Tenerife dagana 23.-30. apríl  þar sem þau tóku þátt í CreActive! sem er eitt af Erasmus+ samstarfsverkefnum sem Borgarholtsskóli tekur þátt í. Skólar frá Spáni, Ungverjalandi, Króatíu, Þýskalandi og Ítalíu taka þátt en Helga Kristrún Hjálmarsdóttir kennari á listnámsbraut stýrir verkefninu.

Helga Kristrún ásamt Guðbjörgu Hilmarsdóttur og Þórhildi Kristjánsdóttur héldu til Los Cristianos á Tenerife ásamt sex nemendum af listnámsbraut. Þau Sunna Líf Arnarsdóttir, Ellen Eva Þrastardóttir, Orri Guðmundsson, Árni Snorrason, Lilja Sigurðardóttir og Alexandra Ýr Harðardóttir voru fulltrúar Borgarholtsskóla. Í CreActive! verkefninu er unnið með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en að þessu sinni var unnið með heimsmarkmið nr. 14: líf í vatni. 

Nemendur áttu að búa til hugsjónafélag (NGO) og skapa verkefni tengd því. Verkefnin sem nemendur unnu voru fjölbreytt en þau sömdu tónlist, tóku upp fræðslumyndbönd og greindu míkróplast í sjó. Þau kynntu svo afköst vikunnar síðasta dag ferðarinnar. Kennarar sátu jafnframt fundi í tengslum við verkefnið ásamt því að fá kennslu í salsa dansi og skapandi teiknikennslu. 

Hægt er að fylgjast með verkefninu á samfélagsmiðlum undir nafninu @creactive_erasmus.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira