Búningar afhentir á afreksíþróttasviði

20/11/2018

  • Ársæll og Auður hjá Styrk handsala samstarfssamning
  • Hópmynd af nemendum á afreksíþróttasviði haust 2018
  • Ársæll skólameistari, Gunnar Már, Sveinn verkefnisstjóri, Valgerður og Auður frá Styrk. og Auður hjá Styrk.

Mánudaginn 19. nóvember var nemendum á afreksíþróttasviði afhentir nýir búningar. Nemendur fengu síðerma treyju, boli, stuttbuxur og sokka. Nemendur á fyrsta ári fengu auk þess töskur, nemendur á öðru ári fengu nuddrúllur og nemendur á þriðja ári fengu jafnvægispúða.  Á öllum æfingum eftir þetta eiga nemendur að klæðast þessum fatnaði svo heildarbragur  á hópnum verður mikill og góður.

Við sama tækifæri var handsalaður samstarfssamningur við Styrk ehf.  sjúkraþjálfunarstöð uppi  á Höfða. Í gegnum Styrk fá nemendur sviðsins aðgang að tímum í sjúkraþjálfun hjá Valgerði Tryggvadóttur sem starfar hjá Styrk, og vinnur einnig hjá okkur á afreksíþróttasviðinu við kennslu.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira