Bryndís í 1. sæti

10/10/2016

  • Verðlaunahafar í smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla

Bryndís Bolladóttir nemandi af náttúrufræðibraut og afreksíþróttasviði varð í 1. sæti í smásagnasamkeppni sem Kennarasamband Íslands í samstarfi við Heimili og skóla, stóð fyrir. Bryndís hlaut verðlaunin fyrir söguna Hún kenndi mér allt sem ég kann – sigursaga þyrnidansara í þunglyndi.  Úrslit voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Kennarahúsinu miðvikudaginn 5. október.

Keppendum var skipt í fimm flokka en þeir voru:
leikskólinn
grunnskólinn 1. – 4. bekkur,
grunnskólinn 5. – 7. bekkur
grunnskólinn 8. - 10. bekkur
framhaldsskólinn.

Allar verðlaunasögurnar verða birtar í Skólavörðunni, tímariti Kennarsambands Íslands.

Verðlaunahafarnir fengu Kindle-lestölvu auk blóma og viðurkenningarskjals.

Þátttaka í keppninni var mjög góð, en tæplega tvö hundruð smásögur bárust af öllum skólastigum.  Dómnefndina skipuðu Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði HÍ, og Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK.

Meðfylgjandi mynd er tekin af vef Kennarasambands Íslands og sýnir hún verðlaunahafa og dómnefndina.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira