Bryndís í 1. sæti
Bryndís Bolladóttir nemandi af náttúrufræðibraut og afreksíþróttasviði varð í 1. sæti í smásagnasamkeppni sem Kennarasamband Íslands í samstarfi við Heimili og skóla, stóð fyrir. Bryndís hlaut verðlaunin fyrir söguna Hún kenndi mér allt sem ég kann – sigursaga þyrnidansara í þunglyndi. Úrslit voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Kennarahúsinu miðvikudaginn 5. október.
Keppendum var skipt í fimm flokka en þeir voru:
leikskólinn
grunnskólinn 1. – 4. bekkur,
grunnskólinn 5. – 7. bekkur
grunnskólinn 8. - 10. bekkur
framhaldsskólinn.
Allar verðlaunasögurnar verða birtar í Skólavörðunni, tímariti Kennarsambands Íslands.
Verðlaunahafarnir fengu Kindle-lestölvu auk blóma og viðurkenningarskjals.
Þátttaka í keppninni var mjög góð, en tæplega tvö hundruð smásögur bárust af öllum skólastigum. Dómnefndina skipuðu Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði HÍ, og Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK.Meðfylgjandi mynd er tekin af vef Kennarasambands Íslands og sýnir hún verðlaunahafa og dómnefndina.