Brautskráning að vori 2019

25/5/2019

 • Útskriftarnemar gera sig klár fyrir athöfnina
 • Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði undir stjórn Daða Þórs Einarssonar
 • Ársæll Guðmundsson skólameistari í ræðustól
 • Nökkvi Jarl Bjarnason var kynnir
 • Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari fór yfir það helsta sem gerðist á önninni
 • Hluti af hljómsveit Borgarholtsskóla ásamt Þráni Árna Baldvinssyni fluttu lagið Lost on you
 • Brautskráning vor 2019
 • Brautskráning vor 2019
 • Magnús Gauti Úlfarsson var hæstur af þeim sem brautskráðust í dag.
 • Daníel Már Þorsteinsson fékk að gjöf sérmerkta DV1 Digital sprautukönnu
 • Sumir fengu mörg verðlaun, þar á meðal Sandra Sif Gunnarsdóttir
 • Hnikarr Bjarmi Franklínsson flutti ávarp útskriftarnema
 • Hluti af hljómsveit Borgarholtsskóla fluttu lagið Always remember us this way
 • Júlíana Garðarsdóttir flutti ávarp 10 ára útskriftarnema
 • Útskriftarnemar sem jafnframt luku námi á afreksíþróttasviði ásamt Sveini Þorgeirssyni verkefnisstjóra og Ársæli Guðmundssyni skólameistara
 • Guðrún Lilja Ólafsdóttir með sérhönnuðu húfuna ásamt Marín Björk Jónasdóttur sviðsstjóra og Dóru Valgerði Óskarsdóttur
 • Brautskráning vor 2019
 • Brautskráning vor 2019
 • Brautskráning vor 2019
 • Brautskráning vor 2019
 • Brautskráning vor 2019
 • Brautskráning vor 2019
 • Brautskráning vor 2019
 • Brautskráning vor 2019

Laugardaginn 25. maí var brautskráning frá Borgarholtsskóla. Athöfnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu og hófst kl. 14.00.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði undir stjórn Daða Þórs Einarssonar fyrir gesti meðan þeir voru að koma sér fyrir í sætum.

Ársæll Guðmundsson skólameistari setti athöfnina en Nökkvi Jarl Bjarnason kennari var kynnir og stýrði athöfninni sem fór vel fram og var hátíðleg.

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir fór yfir það helsta sem á daga hefur drifið þessa vorönn.

Hluti af hljómsveit Borgarholtsskóla spilaði tvö lög í athöfninni. Lost on you og Always remember us this way.

Að þessu sinni voru brautskráðir 182 nemendur af öllum brautum skólans.  Sumir nemendurnir luku námi á fleiri en einni braut eða brautskráðust jafnframt með stúdentspróf. Litadýrðin á útskriftarhúfunum endurspeglaði vel fjölbreytileika Borgarholtsskóla. Þarna voru hvítar, gráar, rauðar og grænar húfur en í dag bættist við flóruna því Guðrún Lilja Ólafsdóttir sem lauk félagsliðanámi og stúdentsprófi lét gera sérstaka húfu fyrir sig sem sýnir þessa áfanga. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Borgarholtsskóla sem nemandi velur að gera þetta í brautskráningu og var húfan gerð hjá fyrirtækinu Formal.

Ársæll Guðmundsson brautskráði nemendur og sviðsstjórar afhentu þeim birkiplöntur til gróðursetningar en það er hefð sem var innleidd á fyrstu árum skólans.

Fjölmargir hlutu viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur og ástundun.  Meðal þeirra var Magnús Gauti Úlfarsson sem brautskráðist af náttúrufræðibraut með hæstu meðaleinkunnina, 9.46. Einnig er rétt að minnast á Daníel Má Þorsteinsson en hann hlaut í verðlaun frá DeVilbyss í Evrópu sérmerkta DV1 Digital sprautukönnu. Daníel er eini maðurinn í heiminum sem hefur fengið að gjöf svona digital sprautukönnu sem er flaggskip frá DeVilbyss og fær hann þessa gjöf frá þeim sem færasti glærari landsins árið 2019.

Hnikarr Bjarmi Franklínsson flutti kveðjuorð útskriftarnema en hann brautskráðist af náttúrfræðibraut og afreksíþróttasviði. Júlíana Garðarsdóttir flutti ávarp 10 ára útskriftarnema.

Ársæll Guðmundsson skólameistari ávarpaði útskriftarnema og óskaði þeim til hamingju með áfangann. Hann ræddi hvernig menntun hefur breyst. Þannig var áður talað um að menn væru fullnuma en það gildir ekki í hinum síbreytilega heimi nútímans.  Í staðinn eru komin hugtök eins og til dæmis ævilöng menntun. Á sama hátt hefur námsmat verið að breytast og þróast. Þannig hefur fram undir þetta tíðkast prófatímabil og próf sem oft sker úr um hvort nemandi nær eða fellur.

Ársæll vitnaði í Þorvald Þorsteinsson skáld og listamann en fyrir 24 árum setti hann  fram í grein gagnrýni á menntakerfið og hann velti fyrir sér af hverju væri verið að kenna það mælanlega á kostnað sköpunarinnar og ævintýrisins við að upplifa. Síðan þá hefur margt breyst í menntakerfinu. Það er auðvitað nauðsynlegt að eiga sérfræðinga í tilteknum fögum en það þurfa ekki allir að vera sérfræðingar. Sky News greindi frá því fyrir nokkru að vísindamenn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að formlegur prófatími væri tímasóun og að hafin væri vinna í Bretlandi við að leggja prófatíma niður. Þetta styður við þá þróun sem hefur orðið í Borgarholtsskóla en þar var formlegur prófatími lagður niður fyrir tveimur árum og verið er að þróa námsmat í anda leiðsagnarmats. Menntun fæst  með samvinnu nemenda og kennara við úrlausn krefjandi verkefna og með virkjun skapandi hugsunar.

Ársæll endaði ávarp sitt til brautskráðra á að hvetja þau til að hafa trú á eigið ágæti og gæta að því að fanga ekki hugann í búri því hugurinn er eins og fallhlíf, hann virkar best þegar hann er opinn.

Tveir kennarar láta af störfum vegna aldurs þessa vorönn en það eru þeir Eiríkur Ellertsson og Magnús Ingólfsson. Þeim var þakkað fyrir góð störf og mikilvægan skerf til skólabrags Borgarholtsskóla.

Þórkatla Þórisdóttir lætur af störfum sem deildarstjóri og Hákon Már Oddsson lætur af störfum sem sviðsstjóri og voru þeim færðar sérstakar þakkir.

Að lokum þakkaði Ársæll fjölmörgum velunnurum skólans sem hafa styrkt hann með myndarlegum gjöfum. Einnig þakkaði hann öllum þeim sem komu að framkvæmd athafnarinnar í dag og öllum starfsmönnum Borgarholtsskóla fyrir samstarfið í vetur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira