Brautskráning

6/6/2020

 • Hvitir-raudir-og-graenir-kollar
 • Arsaell_1591458648967
 • IMG_6285
 • IMG_6311
 • Hjordis
 • Hvítir kollar
 • Magnus-V
 • IMG_6310
 • IMG_6325
 • Raeda-felagsv-og-upp-2
 • Raudir-kollar
 • Graenir-kol
 • Rikka
 • Tonlist
 • Verdlaun-bifvelav_1591465682131
 • Verdlaun-bilamalun
 • Viktor
 • Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
 • Skólameistarar og útskriftarnemar ganga í salinn
 • Verdlaunahafar-i-bilum-2
 • Beðið eftir brautskráningu
 • Beðið eftir brautskráningu
 • Beðið eftir brautskráningu
 • Skólameistarar í góðum félagsskap
 • Afreksnemar ásamt Sveini Þorgeirssyni verkefnastjóra

Í dag, laugardaginn 6. júní 2020, voru brautskráðir 185 nemendur af öllum brautum skólans. Samkvæmt venju var útskriftarhópurinn fjölbreyttur. Sumir útskrifuðust af fleiri en einni braut; einn nemandi útskrifaðist með tvöfalt iðnnám, sjö útskrifuðust bæði úr iðn- eða starfsnámi og með stúdentspróf, og átta luku stúdentsprófi eftir að hafa útskrifast áður úr iðn- og starfsnámi.

Í fyrsta skipti í sögu skólans þurfti að hafa brautskráningarathöfn skólans þrískipta til að uppfylla allar kröfur samtímans um sóttvarnir og vegna fjöldatakmarkana var öllum athöfnunum streymt.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar kom sér fyrir á svölum og spilaði fyrir gesti fyrir allar athafnirnar undir stjórn Kristjóns Daðasonar.

Ársæll Guðmundsson skólameistari setti athafnirnar og Nökkvi Jarl Bjarnason var kynnir. Katrín Inga Tryggvadóttir söng við undirleik Andra Snæs Zebitz Valdimarssonar. Þessir hæfileikaríku nemendur fluttu lögin Þannig týnist tíminn, lag og texti eftir Bjartmar Guðlaugsson og Draumur um Nínu, lag og texti eftir Eyjólf Kristjánsson.

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari fór yfir það markverðasta sem gerðist á önninni og Ársæll Guðmundsson skólameistari flutti kveðjuorð til nemenda.

Þrír kennarar eru að láta af stöfum á þessari önn sökum aldurs eftir að hafa starfað í mörg ár. Þetta eru kennararnir Hans Herbertsson sem hóf störf við skólann 1997, Ásgeir Valdimarsson sem hóf störf við skólann 1998 og Magnús V. Magnússon en hann hefur starfað við skólann frá stofnun hans 1996. Þessum kennurum voru færðar þakkir fyrir þeirra góðu störf sem unnin voru af alúð og óeigingirni.

Fyrsta athöfn dagsins fór fram kl. 10:00 en þá brautskráðust nemendur af bóknámsbrautum og úr listnámi. Magnús Eðvald Halldórsson flutti ávarp útskriftarnema í þeirri athöfn og Viktoría Birgisdóttir flutti ávarp 10 ára útskriftarnema.

Önnur athöfnin fór fram kl. 13:00 en þá brautskráðust nemendur úr bíliðngreinum, málmiðngreinum og af sérnámsbraut. Ávarp útskriftarnema í þeirri athöfn flutti Rikka Sigríksdóttir og ávarp 10 ára útskriftarnema flutti Viktor Karl Ævarsson.

Þriðja athöfnin fór svo fram kl. 16 en þá brautskráðust nemendur á félagsvirkni- og uppeldissviði. Hjördís Bára Hjartardóttir Jacobsen flutti ávarp útskriftarnema í þessari síðustu athöfn dagsins og Arna Þöll Bjarnadóttir flutti ávarp 10 ára útskriftarnema.

Ársæll Guðmundsson brautskráði nemendur og sviðsstjórar afhentu þeim birkiplöntur til gróðursetningar en það er hefð sem var innleidd á fyrstu árum skólans. Auk þess fengu fjölmargir nemendur viðurkenningar fyrir afburða námsárangur.

Að lokum þakkaði Ársæll velunnurum skólans, nemendum og starfsfólki fyrir viðburðaríka og óvenjulega önn.

Brautskráðum nemendum er óskað innilega til hamingju með áfangann og bjartrar framtíðar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira