Brautskráning

25/5/2018

 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018 -Nökkvi Jarl Bjarnason
 • Brautskráning 26. maí 2018 - Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018 - Ársæll Guðmundsson
 • Brautskráning 26. maí 2018 - Bryndís Bolladóttir
 • Brautskráning 26. maí 2018 - Agnes Wild
 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018
 • Brautskráning 26. maí 2018

Brautskráning Borgarholtsskóla fór fram laugardaginn 26.maí 2018  í Silfurbergi í Hörpu.  Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði á meðan gestir voru að koma í hús.

Ársæll Guðmundsson skólameistari setti samkomuna, en kynnir var Nökkvi Jarl Bjarnason kennari.

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari sagði frá starfsemi skólans.  Í lok vorannar voru nemendur við Borgarholtsskóla alls 1337, nám í dagskóla stunduðu 1025 nemendur, nemendur í dreifnámi voru 234 og 78 nemendur úr grunnskóla voru í valtímum á málm- og véltæknibrautum.

Fjölnir Skaptason og Ólína Ákadóttir spiluðu fjórhent á píanó Cantina Band (Star Wars) eftir John Williams. Einnig spilaði Fjölnir  lagið Night by the Sea eftir Heino Kaski.

Útskriftarnemar voru 174 og komu af öllum brautum skólans. Ársæll Guðmundsson skólameistari brautskráði nemendur og sviðsstjórar afhentu þeim birkiplöntur til gróðursetningar, en það er hefð sem fyrsti skólameistari Borgarholtsskóla, Eygló Eyjólfsdóttir, innleiddi. Margir hlutu viðurkenningar fyrir framúrskarandi ástundun og góðan árangur í ýmsum námsgreinum.

Bryndís Bolladóttir flutti ávarp útskriftarnema en hún brautskráðist af náttúrfræðibraut og afreksíþróttasviði. Agnes Wild flutti ávarp 10 ára stúdenta.

Ársæll Guðmundsson flutti kveðjuorð, hvatningu og árnaðaróskir til brautskráðra. Hann hvatti  nemendur til að horfa til framtíðar því þar er vonin. Hann sagði að nemendur við útskrift hefðu öðlast ákveðna færni til að sinna ýmsum hlutverkum í samfélaginu. Heilbrigt líferni, hófsemi og æðruleysi væru góðir eiginleikar. Hann benti jafnframt á enginn kæmist skað- eða skammlaust frá tilverunni og því væri mikilvægt að læra af mistökum og kunna að biðjast afsökunar þegar það ætti við.  Með því vex manneskjan því auðmýkt er undanfari virðingar.

Ársæll hvatti til heiðarleika og sagði að allt of margir væru meðvitaðir um réttindi sín en hugleiddu minna skyldurnar. Ársæll minnti nemendur á að það væri ekki nóg að hafa góðan málstað, fyrirætlan og lokatakmark. Það þyrfti einnig að hafa góð verkfæri, verkvit og menntun sem byggir á heiðarleika, réttlæti og sanngirni. Menntun sem er fengin með iðni, ástundun og áhuga er gott veganesti. Hann sagðist vona að skólinn hefði veitt nemendunum það veganesti, auk kjarks og þors til að standa vörð um góðan málstað og sannfæringu og elju til að skapa og miðla.

Þrír starfsmenn skólans láta af störfum vegna aldurs þetta vorið, en það eru Guðlaugur Björn Ragnarsson, Jón Benediktsson og Jón Ingi Haraldsson kennarar á málm- og véltæknibrautum.

Aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, sviðsstjórum og fóstru mætinga og umsjónar voru færðar þakkir fyrir undirbúning þessarar útskriftarhátíðar. Danelíus Sigurðsson rekstarstjóri fasteigna hefur í mörg ár haft veg og vanda að skipulagningu umgjarðar brautskráningarathafna Borgarholtsskóla. Hann mun láta af störfum í haust og var þetta því síðasta brautskráninginn sem hann setur á svið. Danelíusi voru færðar sérstakar þakkir fyrir góð störf.

Að síðustu var starfsfólki skólans þakkað fyrir vel unnin störf.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira