Brautskráning

20/12/2016

 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016 - Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016 - Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
 • Brautskráning desember 2016 - Ingi Bogi Bogason
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016 - Thea Imani Sturludóttir
 • Brautskráning desember 2016 - Logi Gliese Ágústsson
 • Brautskráning desember 2016 - Ársæll Guðmundsson
 • Brautskráning desember 2016 - Ingvar G. Ingvarsson
 • Brautskráning desember 2016 - útskriftarnemendur af afreksíþróttasviði
 • Brautskráning desember 2016
 • Brautskráning desember 2016

Þriðjudaginn 20. desember 2016 voru 110 nemendur brautskráðir frá Borgarholtsskóla. Að venju var nemendahópurinn fjölbreyttur og útskrifað var úr bíliðngreinum, af bóknámsbrautum, listnámsbraut, úr málm- og véltæknigreinum og af þjónstubrautum.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði í anddyri skólans, á meðan gestir voru að koma sér fyrir í sætum.

Ársæll Guðmundsson skólameistari setti hátíðina en kynnir var Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, kennari og verkefnastjóri mannauðsmála.

Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari fór nokkrum orðum yfir liðna önn. Alls stunduðu 1260 nemendur nám við Borgarholtsskóla,  dagskólanemar voru 1053 og í dreifnámi voru 217 nemendur.

Logi Gliese Ágústsson spilaði tvö lög á píanó, fyrra lagið var frumsamið og heitir Jazz on a Tuesday eða Djass á þriðjudegi og síðara lagið var eftir Emmsé Gauta og Aron Can og heitir Silfurskotta.

Ársæll brautskráði svo nemendur hvern á fætur öðrum og verðlaun voru veitt. Það hefur verið hefð að gefa nemendum hýasintu við útskrift í desember og að þessu sinni voru það kennslustjórar sem afhentu þær. 

Að brautskráningu lokinni sungu gestir lagið Ísland er land þitt við undirleik Hilmars Sverrissonar, Antons Más Gylfasonar og Theódórs Karlssonar en þeir eru allir starfsmenn við skólann.

Thea Imani Sturludóttir flutti ávarp útskriftarnema.

Ársæll skólameistari óskaði brautskráðum nemendum til hamingju. Hann hvatti nemendur til að hugleiða líðandi stund og fyrir hvað hún stendur, en jafnframt að hugsa um fortíð og framtíð. Velferð nemenda, fjölskyldna þeirra, vina og þjóðar spinnast saman og því mikilvægt fyrir alla að vel takist til.  Með því að skoða fortíð, nútíð og framtíð sést að þau vandamál sem maðurinn glímir við hafa á margan hátt breyst, og snú í dag meira að andlegri velferð. Áreitið sem herjar á fólk veldur því að andlegt álag er stóraukið og vegna aukinnar tækni eru samskipti fólks meira rafræn og fjarlæg. 

Ársæll velti jafnframt upp þeirri spurningu hvort íslenskri menningu væri hætta búin vegna alls þessa áreitis og miklu tækni. Með því að líta aftur til fortíðar sést að á öllum tímum hafa verið áhyggjur uppi um sama efni og reynslan hefur sýnt að menningin stendur ýmislegt af sér. En rétt er að halda vöku sinni og þar skiptir menntun miklu máli. Ársæll sagðist vonast til að nemendur hafi á árunum í Borgarholtsskóla fengið í hendur verkfæri til að takast á við krefjandi verkefni. Að mati skólameistara og annara mætra einstaklinga sem hann nefndi er hamingjan lykilatriði í lífi allra. Hver og einn þarf að finna hamingjuna og ef það tekst þá verður það happ fyrir þann sem finnur, en jafnframt happ fyrir íslensku þjóðina. 

Ingvar Grétar Ingvarsson lætur nú af störfum en hann hefur verið kennari við skólann síðan 1998. Honum voru færðar þakkir fyrir langa og dygga þjónustu.

Í lok ræðu sinnar þakkaði Ársæll starfsfólki fyrir vel unnin störf og nemendum fyrir þeirra skerf til skólans. Hann sagðist vonast til að allir næðu sínum markmiðum, myndu ekki missa af framtíðinni með því að gleyma að hlúa að núinu og læra af sögunni. 

Í lok hátíðarinnar sungu allir saman jólalagið sígilda Bráðum koma blessuð jólin.

Fleiri myndir frá brautskráningunni má sjá á facebook síðu skólans .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira