Brautskráðir nemendur taka þátt í vinnustofu

20/6/2017

  • Frá vinstri: Katarina (starfsnemi), Karin (umsjónarkona), Alexandra, Örn, Ester Alda, Goethe, Guðbjörg, Harpa, Egill, Arnar, Hilmar, Mai (frá Danmörku) og Auður Ósk

Síðast liðna helgi tóku níu fyrrum nemendur Borgarholtsskóla þátt í vinnustofu útskrifaðra Goethe-nema (Goethe Alumni Workshop) í Kaupmannahöfn. Forsaga málsins er sú að undanfarin ár hafa nemendur skólans sótt námskeið á vegum Goethe-stofnunarinnar á hinum ýmsu stöðum í þýskalandi. Hafa þau farið tvö og tvö og stundað tungumálanámið í um mánaðar tíma í hópi nemenda víða að úr heiminum. Vinnustofunni í Kaupmannahöfn var ætlað að veita nemendunum tækifæri til að koma saman og ræða þá reynslu sem námseiðin höfðu veitt þátttakendum og hvernig reglur og umgjörð hefðu breyst með tímanum.

Í hópnum voru meðal annars fyrstu nemendurnir sem fóru á vegum Borgó og þeir sem fóru í fyrra og var forvitnilegt að heyra hvernig umgjörð og reglur hafa breyst með árunum.

Þeir nemendur sem tóku þátt í vinnustofunni voru:

  • Alexandra - fór 2009
  • Örn - fór 2009
  • Ester Alda - fór 2010
  • Guðbjörg - fór 2010
  • Auður Ósk - fór 2012
  • Harpa - fór 2013
  • Hilmar - fór 2013
  • Egill - fór 2016
  • Arnar - fór 2016


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira