BOXIÐ 2016

14/11/2016

  • Þátttakendur í Boxinu 2016

Háskólinn í Reykjavík stendur árlega fyrir keppni í hugvitssemi milli hópa nemenda í framhaldsskólum.  Keppnin heitir BOXIÐ, er haldin á haustin og hefst með forkeppni í hverjum skóla fyrir sig.  Í framhaldinu eru síðan átta lið valin til að fara í úrslitakeppnina sem haldin er í HR.

Eitt lið frá BHS tók þátt að þessu sinni.  Þrautirnar voru þrælerfiðar að vanda  en nemendurnir skemmtu sér vel við að leysa þær.  Frábær nemendahópur sem saman stóð af Arnari Ingasyni, Daníel Guðna, Maríu Gunnarsdóttur, Torfa Gunnarssyni og Bryndísi Bolladóttur.  Borgarholtsskóli þakkar þessum nemendum kærlega fyrir að styðja við skólann með þátttöku sinni í þessum viðburði.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira